Ósætti Ekki var um ránstilraun að ræða á Smáratorginu í gær.
Ósætti Ekki var um ránstilraun að ræða á Smáratorginu í gær. — Morgunblaðið/Ómar
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang í lyfjaverslun á Smáratorgi síðdegis í gær eftir að maður kom þar hlaupandi inn með annan á hælunum og virtist ósætti með þeim.

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang í lyfjaverslun á Smáratorgi síðdegis í gær eftir að maður kom þar hlaupandi inn með annan á hælunum og virtist ósætti með þeim. Talið er að sá fyrrnefndi hafi verið að flýja hinn síðarnefnda, en sá greip dúkahníf í versluninni og ógnaði hinum.

Ekki var um ránstilraun að ræða. Báðir mennirnir voru handteknir, og einnig kona sem talin er tengjast málinu, samkvæmt upplýsingum lögreglu.