Sögumiðstöð um Eyrbryggju á Grundarfirði og víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri fá hvort um sig sex milljónir í styrk á næsta ári en styrkir vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu árin 2008 og 2009 voru kynntir í...

Sögumiðstöð um Eyrbryggju á Grundarfirði og víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri fá hvort um sig sex milljónir í styrk á næsta ári en styrkir vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu árin 2008 og 2009 voru kynntir í gær.

Alls var úthlutað 160 milljónum króna og hlutu 77 verkefni styrk.

Við mat á umsóknum var litið til þess hversu hátt hlutfall starfa var í fiskveiðum og vinnslu, fjölda tonna sem skerðast, gæða verkefna og fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.

Meðal annarra verkefna má telja Skrímslasetur á Bíldudal, sýningu um íslenska melrakkann í Súðavík, Spákonuhof á Skagaströnd og Jarðskjálftasetur á Kópaskeri. fifa