Kristján Ingimarsson leikari - undirbýr sýningu á Frelsaranum.
Kristján Ingimarsson leikari - undirbýr sýningu á Frelsaranum. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
KRISTJÁN Ingimarsson leikari verður með tilraunastofu í Ketilhúsinu í kvöld kl. 20.30. Þetta er þriðji viðburðinn í tengslum við SKÖPUN – tilraunastofu leikarans.

KRISTJÁN Ingimarsson leikari verður með tilraunastofu í Ketilhúsinu í kvöld kl. 20.30. Þetta er þriðji viðburðinn í tengslum við SKÖPUN – tilraunastofu leikarans. Kristján nýtur aðstoðar myndlistarmannsins Þórarins Blöndal við uppsetninguna í Ketilhúsinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis, en fólk er vinsamlegast beðið að taka með sér myndavél með flassi!

*Listakonan Magga Steingríms opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni í dag kl. 14.00. Hún hefur undanfarið unnið að gerð þrívíðra myndverka sem hún vinnur úr þæfðri íslenskri ull og sýnir nú afrakstur þeirrar vinnu.

*Guðmundur R. Lúðvíksson opnar í dag sýninguna „Hreppsómagi og vindhanar“ á Café Karolínu.

*Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, heldur sína árlegu óskalagatónleika í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Eyþór hefur valið fjölbreytta tónlist úr miklum fjölda óskalaga sem honum hafa borist. M.a. spilar hann Queen, Jón Múla Árnason, Mark Knopfler, Sigfús Halldórsson, Bach, Bítlana, íslensk sönglög, harmonikkutónlist, sálmaspuna og ný lög eftir Kristin Inga Pétursson og Zbigniew Zuchowicz. Aðgangseyrir 1.500 kr.