TILNEFNINGAR til írsku Impac-bókmenntaverðlaunanna voru opinberaðar í gær. Þetta eru mestu verðlaun sem í boði eru í bókmenntaheiminum. Átta skáldverk eru útnefnd og er listinn mjög alþjóðlegur í anda verðlaunanna.

TILNEFNINGAR til írsku Impac-bókmenntaverðlaunanna voru opinberaðar í gær.

Þetta eru mestu verðlaun sem í boði eru í bókmenntaheiminum. Átta skáldverk eru útnefnd og er listinn mjög alþjóðlegur í anda verðlaunanna. Aðeins tvær skáldsagnanna eru skrifaðar af enskumælandi höfundum, önnur írsk, hin áströlsk.

Impac-verðlaunin verða nú veitt í 13. sinn en þau þykja ekki síst eftirsóknarverð fyrir verðlaunaféð sem nemur andvirði tæpra 12 milljóna króna sem er langt umfram það sem önnur virt bókmenntaverðlaun geta státað af að bjóða.

Fyrir þá sem vilja kíkja í forvitnilegar bækur lítur listinn svona út: The Speed of Light eftir Javier Cercas frá Spáni, The Sweet and Simple Kind eftir Yasmine Gooneratne frá Sri Lanka , De Niro's Game eftir Rawi Hage frá Líbanon, Dreams of Speaking eftir Gail Jones frá Ástralíu, Let it be Morning eftir Sayed Kashua frá Ísrael, The Attack eftir Yasminu Khadra frá Alsír , The Woman who Waited eftir Andrei Makine frá Rússlandi og Winterwood eftir írska skáldið Patrick McCabe. Ef verðlaunabók er þýdd fær þýðandinn fjórðung verðlaunafjárins.