Gjöf Steinþór Zóphóníasson gaf Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eina milljón króna.
Gjöf Steinþór Zóphóníasson gaf Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eina milljón króna.
Selfoss | Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fékk nýlega tilkynningu frá útibúi Landsbanka Íslands um peningagjöf. Steinþór Zóphóníasson gaf stofnuninni eina milljón kr. Einnig gaf hann milljón til Dagdvalar aldraðra í Árborg. Steindór lést 17.

Selfoss | Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fékk nýlega tilkynningu frá útibúi Landsbanka Íslands um peningagjöf. Steinþór Zóphóníasson gaf stofnuninni eina milljón kr. Einnig gaf hann milljón til Dagdvalar aldraðra í Árborg.

Steindór lést 17. mars síðastliðinn á dvalarheimilinu Kumbaravogi. Hann bjó lengst af í Ásbrekku í Gnúpverjahreppi, en fluttist á Selfoss árið 1992. Árið 2007 vistaðist Steindór á hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbaravog á Stokkseyri. Dóttir Steindórs og Bjarneyjar G. Björgvinsdóttur er Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og býr í Reykjavík.

Steindór var mjög ánægður með þá þjónustu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafði veitt honum og vildi sýna þakklæti sitt með þessum hætti. Með sama hætti vildi hann sýna þakklæti sitt fyrir þá þjónustu sem hann naut hjá Dagdvöl aldraðra í Árborg.