Kynning Ungbarnanudd er yndisleg aðferð fyrir foreldra og börn til að tengjast enn betur auk þess sem sýnt hefur verið fram á að ungbarnanudd hafi góð áhrif á þroska barnsins, að sögn Hrannar Guðjónsdóttur heilsunuddara.

Kynning

Ungbarnanudd er yndisleg aðferð fyrir foreldra og börn til að tengjast enn betur auk þess sem sýnt hefur verið fram á að ungbarnanudd hafi góð áhrif á þroska barnsins, að sögn Hrannar Guðjónsdóttur heilsunuddara. Hrönn býður upp á stutt námskeið í ungbarnanuddi þar sem foreldrar geta lært hvernig best er að bera sig að. „Námskeiðið er einu sinni í viku í fjórar vikur. Á námskeiðinu nudda ég dúkku á meðan foreldrar nudda börnin sín en þau læra að nudda fætur, maga, andlit, bak, bringu og handleggi,“ segir Hrönn og bætir við að það sé mjög misjafnt hvernig börnunum líkar nuddið. „Sum börn elska að láta nudda sig frá fyrsta degi en önnur þurfa aðlögunartíma. Nuddið hefur hins vegar mjög góð áhrif á þau, bætir meltingu og svefn, losar um spenna og örvar blóðrás auk þess sem nuddið bætir tengslamyndun milli foreldra og barns.

Hrönn talar um að æskilegur aldur barns á svona námskeiði sé 1-10 mánaða. „Reyndar er það mjög einstaklingsbundið en oft þarf að aðlaga nuddið frekar að eldri börnunum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á ungbörnum sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun hraðar en þau sem ekki eru nudduð.“ Námskeiðið kostar 10 þúsund krónur og frekari upplýsingar má fá á Ungbarnanudd.is.

svanhvit@24stundir.is