Í BÍÓ istinn yfir aðsóknarmestu bíómyndirnar á Íslandi birtist nú í Morgunblaðinu fimmta árið í röð. Alls eru 32 myndir á listanum en það er sá fjöldi mynda sem fékk 15.000 manns eða meira í aðsókn á síðasta ári.

Í BÍÓ istinn yfir aðsóknarmestu bíómyndirnar á Íslandi birtist nú í Morgunblaðinu fimmta árið í röð. Alls eru 32 myndir á listanum en það er sá fjöldi mynda sem fékk 15.000 manns eða meira í aðsókn á síðasta ári. Og eins og í fyrra vekur athygli hvað íslensku myndirnar spjara sig vel; Karlakórinn Heklu sáu 54.000 manns og 35.000 manns sáu Stuttan Frakka. Árið þar á undan voru tvær íslenskar myndir á listanum yfir tíu mestsóttu myndirnar, Veggfóðrið, sem 44.000 manns sáu, og Sódóma Reykjavík, sem 38.500 manns sáu. Það ár var sett met í framleiðslu íslenskra kvikmynda, alls voru frumsýndar sex myndir og var Hekla ein af þeim en hún byrjaði um jólin 1992.