Fjöldi: 5-20 leikmenn Aldur: +6 ára Völlur: stórt svæði Leiklýsing: Leikmenn velja stað sem táknar borg, til dæmis ákveðinn ljósastaur. Einn leikmaður er hann, grúfir og telur upphátt upp að 50 á meðan hinir fela sig.
Fjöldi: 5-20 leikmenn

Aldur: +6 ára

Völlur: stórt svæði

Leiklýsing: Leikmenn velja stað sem táknar borg, til dæmis ákveðinn ljósastaur. Einn leikmaður er hann, grúfir og telur upphátt upp að 50 á meðan hinir fela sig. Þegar hann er búinn að telja byrjar hann að leita að hinum leikmönnunum. Þegar hann finnur leikmann hleypur hann að staurnum og hrópar: Ein króna fyrir ..., einn, tveir og þrír! og nefnir nafn þess sem fannst.

Dæmi: Ein króna fyrir Önnu, einn, tveir og þrír.

Þá er Anna úr leik. Ef Anna kemst að staurnum á undan þeim sem er´ann hrópar hún: Ein króna fyrir mig, einn, tveir og þrír! Þá sleppur hún í borg og er hólpin það sem eftir er af leiknum. Sá fyrsti sem nær ekki í borg og fær á sig krónu er´ann í næsta leik. Leikmenn þrufa ekki að vera kyrrir á sama felustað heldur mega læðast að borginni og reyna að komast þangað óséðir. Sá sem er´ann þarf því að standa vörð um borgina um leið og hann leitar að hinum leikmönnunum. Þegar hann er orðinn vonlítill um að finna fleiri leikmenn má hann hrópa: Frítt í borg, einn, tveir og þrír! Þá mega allir sem enn eru í felum snúa til borgarinnar. Þeir sem ekki finnast eru sigurvegarar leiksins.

Úr bókinni 10x10 leikir eftir Sóleyju Ó. Elídóttur.