10. júní 2008 | 24 stundir | 210 orð | 1 mynd

Rauði baróninn í stuði á sunnudag

Garðar skráði sig á spjöld sögunnar

Rauði baróninn Garðar kýs þó ekki sömu örlög og Manfred Von Richthofen.
Rauði baróninn Garðar kýs þó ekki sömu örlög og Manfred Von Richthofen.
„Það var nú ekki endilega takmarkið að komast á spjöld sögunnar, en líklega er ég þó kominn þangað,“ segir Garðar Örn Hinriksson, einnig þekktur sem Rauði baróninn, en Garðar gaf fimm leikmönnum rauða spjaldið í leik Fram og Grindavíkur á...
„Það var nú ekki endilega takmarkið að komast á spjöld sögunnar, en líklega er ég þó kominn þangað,“ segir Garðar Örn Hinriksson, einnig þekktur sem Rauði baróninn, en Garðar gaf fimm leikmönnum rauða spjaldið í leik Fram og Grindavíkur á sunnudag sem þykir með því mesta sem gerist í einum leik. Garðar hefur þó séð það rauðara.

Segist ekki vera spjaldaglaður

„Já, ég gaf víst sex rauð spjöld árið 1996 í leik Dalvíkur og Gróttu í næstefstu deild,“ segir Garðar og fullyrðir að hann sé ekkert sérstaklega spjaldaglaður.

„Þó að tölfræðin tali sínu máli þá finnst mér ég ekkert sérstaklega spjaldaglaður, ekki í seinni tíð að minnsta kosti. Ég gaf aðeins eitt rautt spjald í fyrra til dæmis,“ segir Garðar, sem þykir ekkert ólíkur ofurdómaranum goðsagnakennda Pierluigi Collina í útliti.

„Við erum báðir sköllóttir frá náttúrunnar hendi. Ég var nú ekki að herma hárgreiðsluna, ef hárgreiðslu skyldi kalla, eftir honum. En það hefur verið ruglast á okkur þó. Ég var varadómari í leik í Makedóníu fyrir mörgum árum og áhorfendur kölluðu mig Collina allan tímann. Ég gat ómögulega leiðrétt það og veifaði bara góðlátlega til þeirra!“

Garðar segir drauminn að dæma á HM, EM eða í Meistaradeildinni.

„Vitaskuld. Maður verður að hafa metnað, annars væri ég ekki í þessu.“

traustis@24stundir.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.