25. júní 2008 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

25. júní 1244 Flóabardagi, eina verulega sjóorrusta Íslendinga, var háður á Húnaflóa. Var hann á milli Sturlunga (undir forustu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forustu Kolbeins unga). Kolbeinn missti um 80 menn en Þórður innan við tíu. 25.

25. júní 1244

Flóabardagi, eina verulega sjóorrusta Íslendinga, var háður á Húnaflóa. Var hann á milli Sturlunga (undir forustu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forustu Kolbeins unga). Kolbeinn missti um 80 menn en Þórður innan við tíu.

25. júní 1809

Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét hreppa Trampe stiftamtmann og fleiri í varðhald. Hann lýsti sig „alls Íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands“. Enskur skipstjóri batt enda á stjórn Jörundar 22. ágúst, við lok hundadaga.

Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.