14. júlí 2008 | Fasteignablað | 303 orð | 2 myndir

Jórunnarstaðir í Eyjafirði

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eyjafjarðarsveit | Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Jórunnarstaði, landnúmer 152667. Á jörðinni var rekið kúabú. Ágætar byggingar, m.a. íbúðarhús frá 1950, 219,2 fm að stærð. Búið er að endurbyggja húsið, m.a.
Eyjafjarðarsveit | Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Jórunnarstaði, landnúmer 152667. Á jörðinni var rekið kúabú. Ágætar byggingar, m.a. íbúðarhús frá 1950, 219,2 fm að stærð. Búið er að endurbyggja húsið, m.a. er nýtt bað, gluggar, einangrun, gólfefni, rotþró, hvít innrétting í eldhúsi og mikið skápapláss. Nýtt þvottahús og nýtt baðherbergi við bakinngang. Allar hurðir innanhúss eru nýjar, innra byrði er allt nýmálað, gólfefni eru askur og náttúruflísar (svartar Mustang). Fyrir liggur að gera þarf við þak svo það sé fullgilt. Máluð asbestklæðning er á milliveggjum á efri hæð, gifsplötur eru á milliveggjum á neðri hæð.

Fjós með áburðarkjallara er 347 fm, byggt 1979 sem búið er að breyta í geymslu með innkeyrsludyrum; bílskúr og mjög stór vinnu- eða geymsluaðstaða sem í dag er leigt út undir hjól- og fellihýsi. Hlaðan er 368,2 fm frá 1986 sem í dag er notuð sem geymsla um vetur og reiðhöll að sumri. Kálfahús frá 1986 er 41 fm. Véla- og verkfærageymsla frá 1972 er í dag nýtt sem geymsla undir fellihýsi. Sambyggt er eldra fjós sem í dag er nýtt sem reiðhöll og tamningaaðstaða. Vélgengar hurðir. Nýinnréttað hesthús með nýjum stíum með aðstöðu fyrir átta hesta. Nýir gluggar.

Öll húsin eru nýmáluð, þök einnig. Samstæðan öll innangeng á steyptu gólfi í sömu hæð. Verkstæði er einangrað, með steyptu gólfi og geymslupláss þar inn af.

Bærinn stendur á árbakka vestan Eyjafjarðarár í skjóli tveggja hóla, sem plantað hefur verið í talsverðu af trjám. Ræktað land/tún í dag eru um 28 ha. Landstærð er talin vera um 150 ha.

Jörðin er til sölu án bústofns, véla- og framleiðsluréttar. Staðsetning 35 km frá Akureyri. Fyrir liggur á framkvæmdaáætlun Vegagerðar að malbika nokkra km í næsta nágrenni í sumar. Skipti möguleg á rúmgóðu einbýlishúsi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Áhvílandi eru u.þ.b. 35 milljónir á hagstæðu láni samkvæmt fasteignasala.

Tilboð óskast í eignina.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.