1. ágúst 2008 | Bókmenntir | 133 orð | 1 mynd

Ljóð frá Provence ort á þýska ritvél

Apaflasa gefur út fjórðu ljóðabók Ófeigs Sigurðssonar í handinnbundnu kveri

Ófeigur Sigurðsson
Ófeigur Sigurðsson
Á TÍMUM allsnægta og allra handa tækniundra hlýtur það að teljast markvert að bækur séu gefnar út í handunnu bandi.
Á TÍMUM allsnægta og allra handa tækniundra hlýtur það að teljast markvert að bækur séu gefnar út í handunnu bandi. Bókin sem um ræðir heitir Provence í endursýningu og er fjórða ljóðabók Ófeigs Sigurðssonar sem áður hefur gefið út þrjár ljóðabækur hjá Nykri og Nýhil og skáldsögu hjá forlaginu Traktori á Vestfjörðum.

Í frétt frá Apaflösu kemur fram hvers vegna skáldið hefur villst þangað. „Apaflasa fær að hafa skáldið hjá sér nú þegar það gefur út síðrómantíska og módern-innstillta endursýndarljóðrænu og minnist með virðingu Sigfúsar Daðasonar á þeim stað sem hann líka dvaldist á og heillaðist af. Ljóðabók Ófeigs er unnin á þýska ritvél í Provence-héraði Frakklands og ljósrituð undir fjalli heilags Sigurs eða á þeim stað sem endursýnin fékk fagurfræðilega uppreisn æru á sínum tíma.“ Apaflasa hyggst gefa út fleiri handinnbundin kver.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.