9. september 2008 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

9. september 1208 Víðinesbardagi var háður í Hjaltadal í Skagafirði. Nokkrir höfðingjar sóttu með 360 manna lið að Guðmundi biskupi Arasyni og mönnum hans. Í bardaganum féllu tólf menn, þeirra á meðal Kolbeinn Tumason, 35 ára.

9. september 1208

Víðinesbardagi var háður í Hjaltadal í Skagafirði. Nokkrir höfðingjar sóttu með 360 manna lið að Guðmundi biskupi Arasyni og mönnum hans. Í bardaganum féllu tólf menn, þeirra á meðal Kolbeinn Tumason, 35 ára. Sagt er að á banadægri sínu hafi Kolbeinn samið sálminn Heyr himna smiður.

9. september 1926

Alhvítt var að morgni dags í Reykjavík. Ekki er vitað að snjó hafi fest þar fyrr að hausti.

9. september 1933

Hlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi, eitt hið mesta í manna minnum. Áin flæddi „yfir allar eyrar,“ sagði Morgunblaðið, „og voru jakahrannir til og frá alla leið frá jökli og fram í sjó“.

9. september 1942

Bresk flugvél brotlenti í kartöflugarði við hús í Elliðaárdalnum. Flugmanninum tókst að beina vélinni frá húsinu á síðustu stundu.

9. september 1955

Söngkvartettinn Delta Rhythm Boys hélt söngskemmtun í Austurbæjarbíói í Reykjavík við mikla hrifningu. Lokalagið var Vögguvísa eftir Emil Thoroddsen og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.