VERALDARVAFSTUR/Er tækni okkar á villigötum? Náttúra vatnsins FÁIR hlutir hafa farið eins gersamlega framhjá viðurkenndri tæknimenningu okkar og ævistarf Austurríkismannsins Viktors Schaubergers (1885-1958).

VERALDARVAFSTUR/Er tækni okkar á villigötum? Náttúra vatnsins

FÁIR hlutir hafa farið eins gersamlega framhjá viðurkenndri tæknimenningu okkar og ævistarf Austurríkismannsins Viktors Schaubergers (1885-1958). Nú á tímum umhverfisverndar og vistkreppu eru þó sjónarmið hans aftur að koma uppá borð vísindamanna, einkum með hliðsjón af því, að þegar um aldamótin sagði hann fyrir um vistkreppuna sem við erum núna fyrst að átta okkur á.

chauberger hóf starf sitt sem skógaeftirlitsmaður og varð fljótt eftirsóttur vegna hæfni sinnar við að fleyta trjábolum í stokkum niður af háfjöllum, þaðan sem aðrir höfðu gefist upp á því, vegna skorts á fleytingarvatni. Þá þegar komst hann í andstöðu við vísindi þeirra tíma, vegna þess að aðferðir hans voru í þversögn við allt sem unnt var að reikna út, en hluti af því máli var raunar að hann var ekki háskólagenginn og skapmaður mikill.

Schauberger komst að því með áratuga langri skoðun sinni á hegðun vatns í farvegum náttúrunnar, að mólekúlar samloðun vatns er mjög breytileg svo mjög að bæði er hægt að tala um lifandi og dautt vatn með gerólíka eiginleika enda þótt efnafræðileg rannsókn leiði engan mun í ljós. Hann uppgötvaði einnig að vatn hefur tilhneigingu til þess að vilja hreyfa sig áfram í spíralhreyfingu og sé því leyft það, t.d. inni í leiðslum, minnkar viðnámið við viðkomandi leiðslu mikið, fer jafnvel niður fyrir núll(!) svo að orka sem fer í dælingu snarminnkar. En ekki nóg með það: Með því að leyfa vatninu að hreyfa sig áfram eins og mólekúlar bygging þess hefur þörf fyrir, leysast innri kraftar þess úr læðingi (kraftar mólekúlarsamloðunarinnar) þannig að margföld orka t.d. miðað við útreiknanlegan fallþunga þess, fer að virka í tilraununum, sem á þessu voru gerðar. Schauberger var vel á veg kominn með að geta virkjað þessa hræódýru orku, t.d. til þess að framleiða rafmagn er hann lést.

En til þess að sýna fram á að hér var stórmál á ferðinni, sem valdhafar treystu sér ekki til að líta framhjá, þrátt fyrir að langflestir fræðimenn beittu sér að alefli gegn því að slíkt "rugl" yrði rannsakað er eftirfarandi: Í seinni heimsstyrjöldinni lenti Schauberger í fangabúðum nasista. Þar sem hann var vel þekktur um allan þýskumælandi heiminn, fékk hann þau fyrirmæli að setja fullan kraft í rannsóknir sínar varðandi beislun þessa nýja ofurafls vatns á hreyfingu. Er stríðinu lauk var hann kominn með flugtæki, um 150 kíló að þyngd, sem m.a. braut gat á bygginguna, þar sem tilraunirnar voru gerðar vegna þess að stjórnun farartækisins var enn ábótavant. Ekkert eldsneyti var notað á farartækið. Bandamenn gerðu síðan allan búnaðinn upptækan að Schauberger viðstöddum, og furðaði hann sig mest á því að þeir vissu allt um tilraunirnar í fangabúðunum. Svo ýtarlega að þeir spurðu um hluti, sem skotið hafði verið undan.

En þessi orkutækni var aðeins hluti af heildarsjónarmiðum Schaubergers. Hann predikaði ævilangt gegn "heltækninni", sem hann kallaði bæði alla sprengihólfa-mótora (eins og við notum í dag) sem og gegn annarri tækni, sem er á góðri leið með að eyðileggja náttúruna. Í stað þess vildi hann innleiða "líftæknina", tækni sem er í samræmi við eðli náttúrunnar. Sprengingar (explosion) eru hluti heltækninnar en implosion /innfelling er sú aðferð sem náttúran notar.

Hann benti einnig á nýja meðhöndlun á móður Jörð á sviði akuryrkju og alls landbúnaðar raunar, sem gaf af sér margfalt betri uppskeru en sífelld aukning á tilbúnum áburði, sem aðeins dugar stutt. Án þess að fara of langt útí það yfirgripsmikla efni, er rétt að tæpa hér á tvennu: Járnplógar og járnsláttutæki skaða vöxt á viðkomandi svæði, sem þeim er beitt á. Koparverkfæri hins vegar ekki. Besti áburður á gróðursvæði er 7 gráðu heitt vatn sem hefur verið meðhöndlað í egglaga kerjum með koparsagi og fleiru.

Og hvers vegna er þetta svo: Jú, allur vöxtur plantna er háður rafspennu en ekki efnafræðilegum sjónarmiðum. Allt yfirborð jarðarinnar er í mjög viðkvæmu jafnvægi við íónsferuna og um leið háð sólgosum og öðrum áhrifum úr sólkerfi okkar.

Í augum flestra okkar byrjar umhverfismengun ekki fyrr en við sjáum opin skólprör, olíubrák í fjöru eða höfum spurnir af geislavirkum úrgangi! Þannig erum við smátt og smátt búin að að samlagast þeirri hægfara eyðileggingu lífríkis okkar, sem ógnar tilveru okkar sjálfra, en byrjar með græðgi nýrra búskaparhátta, græðgi nýrrar tækni á sviði umferðar, atvinnumenningar, sjávarútvegs og svo framvegis. Allt þetta hefur átt sér stað á aðeins um 150 árum.

Viktor Schauberger, hinn mikli náttúruskoðandi, sem notaði lifandi náttúruna, sem sína rannsóknarstofu, sá eyðileggingarmerkin mun fyrr: Hann sá hvernig eyðing skóganna vegna græðgi mannanna, breytti öllu öðru í náttúrunni um leið: Hegðun lækjanna og fljótanna, lífkerfi smáveiranna og uppúr til fugla og fjórfætlinga. Samhengið var rofið og um leið varð til upplausn: Fljótin fóru yfir bakka sína. Svarið við því var að dýpka og beinleggja farvegina. Afleiðing þess var svo enn meiri upplausn og enn meiri flóð. Og þar sem ég skrifa þetta niður heyri ég að fjöldi manns hafi farist og milljarðatjón orðið í flóðum í Evrópu um jólahátíðirnar. Og mér er spurn: Ráðum við yfir heltækni í stað líftækni?

Tilraunir með viðnám í rörum við háskólann í Stuttgart 1952. A: glerrör; b: koparrör, c: spíralrör úr kopar.

Viktor Schauberger og heimilisorkustöð 1955.

C: Spíralrör úr kopar. Eftirmynd af horni antilópu.

Einar

Þorstein