Ný aðstaða hjá FMN FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands opnaði nýja afgreiðslu og vörumóttöku að Fiskitanga nýlega, en fyrirtækið tók við rekstri sem Skipaafgreiðsla KEA hafði haft með höndum.

Ný aðstaða hjá FMN FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands opnaði nýja afgreiðslu og vörumóttöku að Fiskitanga nýlega, en fyrirtækið tók við rekstri sem Skipaafgreiðsla KEA hafði haft með höndum. Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Norðurlands sagði að fyrirtækið hefði tekið til starfa um áramót, en síðan hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði og breytingum.

Flutningamiðstöð Norðurlands er í eigu Samskipa sem eiga 80% hlut og KEA sem á 20%, en að sögn Hólmars er stefnt að því að auka hlutafé í framtíðinni og færa það meira yfir til norðlenskra aðila. Margs konar þjónusta er í boði hjá fyrirtækinu og býðst það til að útvega viðskiptavinum flutninga alla leið heim að dyrum sé þess óskað og þá sama hvaðan er.

"Við stefnum að því að auka umsvif okkar og ætlum m.a. að tengja sjó- og landflutninga betur. Við erum bjartsýnir og þetta fer vel af stað," sagði Hólmar.

Morgunblaðið/Rúnar Þór

Flutningamiðstöð Norðurlands hefur tekið til starfa, en á myndinni eru Baldur Guðnason, Einar Þorsteinsson úr stjórn félagsins, ásamt Hólmari Svanssyni framkvæmdastjóra þess í húsakynnum fyrirtækisins.