Starfsemi Dýraspítalans hafin DÝRASPÍTALINN Lögmannshlíð hefur tekið til starfa, en hann var formlega opnaður um síðustu helgi. Það eru Elfa Ágústsdóttir dýralæknir og Höskuldur Jónsson tamingamaður sem reka dýraspítalann.

Starfsemi Dýraspítalans hafin

DÝRASPÍTALINN Lögmannshlíð hefur tekið til starfa, en hann var formlega opnaður um síðustu helgi. Það eru Elfa Ágústsdóttir dýralæknir og Höskuldur Jónsson tamingamaður sem reka dýraspítalann.

Húsið er um 300 fermetrar að stærð og er í hesthúsahverfinu í Lögmannshlíð ofan Rangárvalla. Dýraspítali hefur ekki verið rekinn norðan heiða áður, en á spítalanum er aðstaða til gæludýralækninga, sérstök aðstaða er til hestalækninga og eru 22 básar í hesthúsi auk þess sem tamningastöð er í húsinu.

Dýralæknar hafa nógu að sinna hvað gæludýralækningar varðar, en því starfi hefur Elfa fram til þessa sinnt heima hjá sér. Aðstaðan verður því önnur og betri í kjölfar þess að spítalinn er risinn.

Morgunblaðið/Rúnar Þór

Nýr dýraspítali

ELFA Ágústsdóttir dýralæknir og Höskuldur Jónsson hafa tekið í notkun dýraspítala á Akureyri, en hann er í hesthúsahverfi við Lögmannshlíð.