Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Íslandsmóts hjá Bridssambandi Austurlands Föstudaginn 4. og laugardaginn 5. febrúar fór fram keppni á vegum sambandsins um þátttökuréttinn í Íslandsmeistaramótinu í sveitakeppni.

Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Íslandsmóts hjá Bridssambandi Austurlands Föstudaginn 4. og laugardaginn 5. febrúar fór fram keppni á vegum sambandsins um þátttökuréttinn í Íslandsmeistaramótinu í sveitakeppni. 11 sveitir kepptu um fjögur sæti sem Austfirðingum eru úthlutuð. Keppnisstjóri var Ólafur Sigmarsson frá Vopnafirði. Spilað var í Félagslundi á Reyðarfirði. Efstu sveitir:

1. Herðir, Fellabæ með 201 stig, spilarar bræðrapörin Pálmi og Guttormur Kristmannssynir og Sigurjón og Jón Bjarki Stefánssynir.

2. sæti Sproti/Icy Reyðarfirði með 181 stig

3. sæti Þorsteinn Bergss. Egilsstöðum með 179 stig

4. sæti Vélaleiga Sigga Þórs Egilsst. með 177 stig

Óvenju oft hefur verið illfært um fjallvegi í vetur. Að loknu móti komust vel búnir jeppar Héraðsmanna leiðar sinnar en Norðfirðingar komust ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld með snjóbíl. Að sjálfsögðu þýddi þetta að slegið var upp spilamennsku fyrir strandaglópana. Í góðri þjálfun eru 40 spil fljótspiluð og eins og flestir vita er spilafýsn manna lítil takmörk sett.Í.G.

Bridsfélag Akureyrar

Nú er þremur umferðum ólokið í aðalsveitakeppni BA. Baráttan á toppnum harðnar stöðugt og er útlit fyrir mjög spennandi keppni um efstu sætin. Staða efstu sveita er nú þessi:

Sveit Hermanns Tómassonar116

Sveit Ormars Snæbjörnssonar116

Sveit Stefáns Vilhjálmassonar115

Sveit Magnúsar Magnússonar113

Sveit Reynis Helgasonar99

Næstkomandi þriðjudagskvöld verður gert hlé á sveitakeppninni og spilaður einmenningur en keppni hefst svo aftur að hálfum mánuði liðnum.

Á sunnudagskvöldið mættu 8 pör í Sunnuhlíðarbrids. Í fyrsta sæti urðu Sverrir Haraldsson og Pétur Guðjónsson, Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson urðu í öðru sæti og Sveinn Pálsson og Bjarni Sveinbjörnsson í því þriðja.