VARNARLIÐSMENN Heiðraðir fyrir afreksverk ón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heiðraði þyrluflugbjörgunarsveit varnarliðsins sl. fimmtudagskvöld fyrir það afrek að bjarga áhöfn Goðans af strandstað í Vöðlavík.

VARNARLIÐSMENN Heiðraðir fyrir afreksverk ón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heiðraði þyrluflugbjörgunarsveit varnarliðsins sl. fimmtudagskvöld fyrir það afrek að bjarga áhöfn Goðans af strandstað í Vöðlavík. Meðal viðstaddra voru skipverjar Goðans og fleiri. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu voru varnarliðsmenn nýlega heiðraðir af Björgunarfélaginu hf., sem gerði út Goðann.

Í fremri röð sitja skipsbrotsmennirnir (f.v.) Kristbjörn Guðlaugsson, Níels Hansen, Sigmar Ægir Björgvinsson, Kristján Sveinsson, Ómar Sigtryggsson og Marijan Marino Krajaccic. Í aftari röð eru Michael D. Haskins flotaforingi og yfirmaður varnarliðsins, Richard B. Cross, Gary Copsey flugmaður í Vöðlavíkurferð, Matt Wells sem seig niður á Goðann, flugstjórinn Carlene Blumentritt, James A. Sills yfirmaður björgunarsveitarinnar og flugstjóri í ferðinni, Jeff Frembling flugvélstjóri og spilmaður í ferðinni, Gary Henderson flugmaður, Bill Payne flugvélstjóri og spilmaður, Greg Reed sigmaður, Jesse Goerz sem seig niður á Goðann og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.