Stöðva úranþjófnað Moskvu. Reuter. JÚRÍ Jefímov, yfirmaður sérsveita rússneska innanríkisráðuneytisins, sagði í gær að á síðasta ári hefði 11 sinnum verið komið í veg fyrir úranþjófnað í Rússlandi.

Stöðva úranþjófnað Moskvu. Reuter.

JÚRÍ Jefímov, yfirmaður sérsveita rússneska innanríkisráðuneytisins, sagði í gær að á síðasta ári hefði 11 sinnum verið komið í veg fyrir úranþjófnað í Rússlandi.

Að sögn Jefímovs er hér um mikla aukningu að ræða því næstu tvö ár á undan voru einungis gerðar þrjár tilraunir til úranþjófnaðar, að sögn Itar-Tass-fréttastofunnar.

Auk þessa voru 900 tilraunir til að komast inn á kjarnorkuvinnslusvæði í fyrra stöðvaðar og 700 sinnum voru starfsmenn kjarnorkustöðva stöðvaðir er þeir reyndu að smygla leynilegum skjölum út úr stöðvunum.

Að sögn Itar-Tass er líklegast talið að tilraunir til úranþjófnaðar og sölu leynilegra skjala megi rekja til lélegrar afkomu starfsmanna sem séu að reyna að auka tekjur sínar.