Sátt um sjálfstjórn og brottför Ísraela frá Gaza og Jeríkó Kaíró. Reuter.

Sátt um sjálfstjórn og brottför Ísraela frá Gaza og Jeríkó Kaíró. Reuter.

SHIMON Peres utanríkisráðherra Ísraels og Yasser Arafat leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) undirrituðu í gær samkomulag um fyrirkomulag sjálfstjórnar PLO á Gazasvæðinu og Jeríkó og um brottflutningi Ísraelshers þaðan.

Arafat og Peres undirrituðu samkomulagið eftir tveggja daga samningaviðræður í Kaíró og tókust síðan í hendur við mikinn fögnuð viðstaddra. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni undir stjórn Hosni Mubaraks forseta Egyptalands.

Hvorugur samningsaðilanna vildi gefa upp um hvaða atriði téður samningur væri.

Ísraelar og Palestínumenn hafa deilt um stærð sjálfstjórnarsvæðisins við Jeríkó, um öryggi ísraelskra landnema á Gaza-svæðinu og landamæraeftirlit. Ekki var ljóst í gær um hvaða deiluatriði hefði náðst samkomulag. Hefur einn embættismanna PLO sagt að aðalhindrunin sé sú að Ísraelar neiti að láta yfirráð sín á svæðinu af hendi. Ísraelar minni sífellt á að sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna sé ekki sjálfstætt ríki heldur aðeins bráðabirgðaríki.