Skjöl um Whitewater eyðilögð? LÖGMANNAFYRIRTÆKIÐ sem Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, starfaði fyrir í Arkansas eyðilagði í síðustu viku skjöl um lóðaviðskipti Whitewater-fyrirtækisins, að sögn Washington Times í gær.

Skjöl um Whitewater eyðilögð?

LÖGMANNAFYRIRTÆKIÐ sem Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, starfaði fyrir í Arkansas eyðilagði í síðustu viku skjöl um lóðaviðskipti Whitewater-fyrirtækisins, að sögn Washington Times í gær. Blaðið hafði eftir ónafngreindum starsmönnum fyrirtækisins að skjölin hefðu verið eyðilögð í tætara. Þeir sögðu að í skjölunum hefði verið fjallað um aðild Clinton-hónanna að viðskiptunum. Sérstakur saksóknari hefur verið skipaður til að rannsaka aðild þeirra að málinu.

Orkuiðnaður Rússa að hrynja

RÚSSNESKI orkuiðnaðurinn gæti lamast bráðlega ef orkukaupendur greiða ekki skuldir sínar bráðlega, að sögn orkumálaráðuneytisins í Moskvu í gær. Ráðuneytið sagði að útistandandi skuldir væru orðnar svo miklar að orkuiðnaðurinn væri að hruni kominn, þannig að þjónustan við þá sem hafa staðið í skilum gæti minnkað.