Ráðunautar ræða hross og nautgripi HROSSA- og nautgriparæktun verður í brennidepli á ráðunautafundi Búnaðarfélags Íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í dag, fimmtudag.

Ráðunautar ræða hross og nautgripi

HROSSA- og nautgriparæktun verður í brennidepli á ráðunautafundi Búnaðarfélags Íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í dag, fimmtudag.

Í frétt frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur fram, að fyrir hádegi verði greint frá helstu atriðum sem fram komu á alþjóðlegri ráðstefnu um hrossarækt, er haldin var hér á landi sl. sumar. Flutt verða erindi um fóðrun og beit hrossa, umhverfi þeirra, meðferð og heilsufar, þjálfun og notkun, frjósemi, sæðingar, vöxt, þroska, kynbætur og hrossabúskap.

Eftir hádegi verða umræður um nautgriparækt. Einkum verður fjallað um samanburð á íslenskum nautum og Galloway-blendingum og einnig áhrif grastegunda á aldur kúa og afurðir.