Handtekinn aftur og aftur LÖGREGLAN handtók í fyrrinótt pilt á 17. ári sem skömmu áður hafði stolið bíl við Drekavog. Sami piltur var handtekinn ásamt félaga sínum í innbroti í söluturn aðfaranótt þriðjudagsins.

Handtekinn aftur og aftur

LÖGREGLAN handtók í fyrrinótt pilt á 17. ári sem skömmu áður hafði stolið bíl við Drekavog. Sami piltur var handtekinn ásamt félaga sínum í innbroti í söluturn aðfaranótt þriðjudagsins. Almenn lögregla handtók piltinn 13 sinnum á síðasta ári og 14 sinnum árið þar áður. Á síðasta ári kom hann við sögu hjá RLR vegna rúmlega 20 afbrotamála.

Eftir handtökuna aðfaranótt þriðjudags var pilturinn færður í Héraðsdóm þar sem honum var birt ákæra vegna sjö afbrota sem verið er að taka til dómsmeðferðar. Fyrir jól var til meðferðar fyrir Héraðsdómi mál gegn honum vegna 21 afbrots.

Félagi piltsins í innbrotinu aðfaranótt þriðjudagsins er á 18. ári. Hann kom fyrst við sögu lögreglunnar vorið 1992 og hefur síðan verið handtekinn af almennri lögreglu um það bil 40 sinnum. Sá hefur ekki afplánað refsingu, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins, en mál hafa verið höfðuð gegn honum fyrir Héraðsdómi.