Togspilið innsiglað Loðna fryst á meðan Fáskrúðsfirði. TOGSPIL skipsins Klöru Sveinsdóttur á Fáskrúðsfirði var innsiglað af sýslumanni Suður-Múlasýslu vegna vangoldinna opinberra gjalda í gær.

Togspilið innsiglað Loðna fryst á meðan Fáskrúðsfirði.

TOGSPIL skipsins Klöru Sveinsdóttur á Fáskrúðsfirði var innsiglað af sýslumanni Suður-Múlasýslu vegna vangoldinna opinberra gjalda í gær. Skipið sigldi frá Eskifirði til Fáskrúðsfjarðar þar sem það var bundið við bryggju og hafin verður loðnufrysting um borð.

Að sögn Ingólfs Sveinssonar framkvæmdastjóra Akks hf. leysast þessi mál við sýslumanninn á næstu dögum en á meðan mun í skipinu verða fryst loðna. Frystigetan er tíu tonn á sólarhring, sem að sögn Ingólfs gefur fyrirtækinu 600.000 krónur á sólarhring, en loðnuna frá þeir flokkaða frá hraðfrystihúsi Eskifjarðar.

Albert