Björgun úr vök SLÖKKVILIÐSMENN á slökkvistöðinni í Tunguhálsi æfðu á þriðjudag björgun úr vök á ótraustum ís á Elliðavatni.

Björgun úr vök

SLÖKKVILIÐSMENN á slökkvistöðinni í Tunguhálsi æfðu á þriðjudag björgun úr vök á ótraustum ís á Elliðavatni. Slökkviliðsmennirnir Þórður Bogason og Sigurjón Valmundsson fóru ofan í vökina íklæddir blautbúningum og síðan var lagður stigi á ísinn til að dreifa þunga björgunarmanna sem síðan beindu brunaslöngum fylltum lofti til Þórðar og Sigurjóns. Loftfylltar slöngur virðst að sögn Þórðar hentugar við aðstæður af þessu tagi þar sem þær fljóta vel auk þess sem með þessum hætti er unnt að beina nokkurs konar bjarghring af mikilli nákvæmni yfir talsverða vegalengd, t.d. til nauðstaddra manna yfir ótraustan ís.

Morgunblaðið/Júlíus