BLAK / BIKARKEPPNIN Þróttur og HK í úrslit nn á ný náðu Reykjavíkur Þróttarar að gera bikardraum Stúdenta að engu.

BLAK / BIKARKEPPNIN Þróttur og HK í úrslit nn á ný náðu Reykjavíkur Þróttarar að gera bikardraum Stúdenta að engu. Þróttarar höfðu betur í fyrstu tveim hrinunum, unnu 15:7 og 15:11, og voru hársbreidd frá því að klára leikinn 3:0, eftir að hafa verið yfir 14:13 í þriðju hrinunni.

Lukkudísirnar gengu á þeim kafla í lið með Stúdentum og björguðu andliti leikmanna liðsins á ögurstundu. Fjórðu hrinuna unnu Stúdentar svo örugglega 15:11 og knúðu fram úrslitahrinu. Í úrslitahrinunni misstu Stúdentar svo flugið endanlega eftir að hafa náð að komast inn í leikinn á ný en lokaspretturinn var eins og upphafið hjá Þrótturum sem voru mun úrræðabetri og gerðu færri mistök.

Zdravo Demirev hjá ÍS var yfirburðarmaður á vellinum smassaði í fram og afturlínu en það dugði Stúdentum ekki.

HK vann Stjörnuna

Íslands- og bikarmeistarar HK tryggðu sér réttinn til þátttöku í bikarúrslitum karla eftir að hafa lagt Stjörnuna af velli í Garðabænum í gærkvöldi. Hrinurnar enduðu 15:10, 10:15, 15:3 og 15:11 fyrir HK. Stúdínur áttu ekki í neinum erfiðleikum með lið KA í hinum undanúrslitaleiknum þær höfðu tögl og hagldir á leiknum frá upphafi til enda. Hrinurnar fóru 15:8, 15:8 og 15:4.

Guðmundur H.

Þorsteinsson

skrifar