HANDKNATTLEIKUR Sveiflur í Firðinum etta verður erfitt," sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Aftureldingar fyrir leikinn gegn FH í gærkvöldi, og það reyndist rétt hjá honum.

HANDKNATTLEIKUR Sveiflur í Firðinum etta verður erfitt," sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Aftureldingar fyrir leikinn gegn FH í gærkvöldi, og það reyndist rétt hjá honum. FH sigraði 28:24 í gríðarlega sveiflukenndum leik þar sem UMFA náði góðri forystu í upphafi hvors hálfleiks, en FH-ingar tóku góða spretti þegar á þurfti að halda og unnu nokkuð sannfærandi.

Guðmundur hefur örugglega verið farinn að brosa út í annað í upphafi leiks því lið hans lék vel og hafði forystu. Bergsveinn markvörður hélt FH á floti og reyndar Knútur Sigurðsson einnig því hann gerði sjö af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Skemmtilegt að fylgjast með hvernig hann fékk boltann á leiðinni í gegnum vörnina, stakk sér inn í teiginn og skoraði.

Sóknir gestanna voru markvissar og hraðar í upphafi en eftir að FH-ingar áttuðu sig og gerðust grimmari í vörninni gekk UMFA verr að skapa sér færi. Það munaði einnig um að Róbert línumaður var meiddur og gat ekki beitt sér af fullum krafti.

Afturelding komst í 4:8 en FH svaraði með fjórum mökum og komst síðan 11:9 yfir en jafnt var í leikhléi, 13:13. Í síðari hálfleik komust gestirnir aftur yfir, 15:18 en sem fyrr náðu heimamenn að gera það sem þurfti og komust 22:19 yfir. Þá voru tveir FH-ingar reknir af velli með stuttu millibili en allt kom fyrir ekki hjá Aftureldingu, leikmönnum tókst ekki að nýta það.

Bestu manna FH er áður getið en hjá Afturledingu léku flestir ágætlega og Sigurður markvörður vel.

Skúli Unnar

Sveinsson

skrifar