Heldur dauft í Seljaskóla ÞAÐ var frekar dauft yfir leik ÍR og Þórs í Seljaskóla og áttu leikmenn oft erfitt með að halda einbeitingunni. ÍR vann 24:20 og eru dagar Þórsara í 1. deild líklega taldir því þeir eiga sex hátt skrifuð lið eftir. afnt var fram...

Heldur dauft í Seljaskóla

ÞAÐ var frekar dauft yfir leik ÍR og Þórs í Seljaskóla og áttu leikmenn oft erfitt með að halda einbeitingunni. ÍR vann 24:20 og eru dagar Þórsara í 1. deild líklega taldir því þeir eiga sex hátt skrifuð lið eftir.

afnt var fram undir miðjan fyrri hálfleik en þá urðu endaskipti á leiknum er heimamenn gerðu þrjú mörk í röð eftir hraðaupphlaup. Magnús Sigmundsson markvörður ÍR varði skömmu síðar tvö vítaskot í röð og eftir það var sigur ÍR aldrei í hættu.

Hjá ÍR voru Magnús markvörður og Njörður Árnason sprækir en Branislav Dimitrivitsch og Guðmundur Þórðarson héldu saman vörninni.

"Okkur vantar miklu meiri leikreynslu, erum of ungir og brothættir. Þetta var síðasta hálmstráið en ég held að menn hafi svo sem búist við falli," sagði Sævar Árnason sem hélt uppi leik Þórsara en Samúel Árnason gerði fallega hluti og Jóhann Samúelsson einnig þegar hann losnaði úr gæslu en hans var gætt vandlega allan leikinn. Hermann Karlsson varði vel.

Stefán

Stefánsson

skrifar