KNATTSPYRNA Leikgleði hjá þeim yngstu BARÁTTA og leikgleði var í fyrirrúmi í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ þegar strákar úr sjöunda flokki í reyndu með sér í innanhússknattspyrnu. nattspyrna er vinsæl íþróttagrein í þessum aldursflokki og því var keppt...

KNATTSPYRNA Leikgleði hjá þeim yngstu

BARÁTTA og leikgleði var í fyrirrúmi í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ þegar strákar úr sjöunda flokki í reyndu með sér í innanhússknattspyrnu.

nattspyrna er vinsæl íþróttagrein í þessum aldursflokki og því var keppt í A, B, C og D-liðum en þátttökulið voru Stjarnan, KR og Víkingur. KR varð hlutskarpast hjá A- og C-liðum en Stjörnustrákar hjá B- og D-liðum. Eftir mótið voru drengirnir leystir út með viðurkenningaskjölum sem eflaust eiga eftir að prýða mörg herbergi næstu vikurnar.

Hart sótt að KR markinu í leik við Stjörnuna.