KÖRFUKNATTLEIKUR Heima er best... að var kærkominn sigur í Hóminum þegar Snæfell sigraði KR í tvísýnum leik, 91:88.

KÖRFUKNATTLEIKUR Heima er best... að var kærkominn sigur í Hóminum þegar Snæfell sigraði KR í tvísýnum leik, 91:88. Heimavöllurinn hefur svo sannarlega reynst Snæfellingum góður í vetur því liðið hefur aðeins unnið í einum leik á útivelli, fyrsta leiknum í mótinu gegn Val.

KR byrjaði betur en heimamenn jöfnuðu er fjórar mínútur voru til loka fyrri hálfeiks, 40:40, en KR-ingar voru sterkari í lokin og höfðu yfir 44:51 í hléi.

Í síðari hálfleik var allt í járnum. Snæfellingar, sem voru drifnir áfram af Sverri Þór, manni leiksins, náðu að jafna og komast yfir er 8 mín. voru til leiksloka. Þá skiptust liðin á um að hafa forystu en heimamenn voru sterkari á endasprettinum.

Bestur í liði Snæfells var Sverrir Þór, sem lék mjög góða vörn á Lárus Árnason, sem gerði ekki stig í leiknum. Einnig stal hann bolta fimm sinnum og átti ellefu stoðsendingar. Bárður var góður svo og Eddie Collins sem er allur að koma til, en heimamenn söknuðu Kristins Einarssonar þjálfara síns sem ekki lék með. Hjá KR voru Nikolic og Grissom bestir. Einnig áttu Guðni og Hermann góða spretti.

María

Guðnadóttir

skrifar