Létt hjá Stjörnunni tjarnan sigraði KR auðveldlega í tilþrifalitlum leik í Garðabæ í gærkvöldi, 23:18. Stjörnumenn náðu forystunni fljótlega í leiknum og hleyptu hinu unga liði KR aldrei nálægt sér. Staðan í leikhléi var 12:8, Stjörnunni í hag.

Létt hjá Stjörnunni tjarnan sigraði KR auðveldlega í tilþrifalitlum leik í Garðabæ í gærkvöldi, 23:18. Stjörnumenn náðu forystunni fljótlega í leiknum og hleyptu hinu unga liði KR aldrei nálægt sér. Staðan í leikhléi var 12:8, Stjörnunni í hag.

KR-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Stjörnumenn svöruðu að bragði með þremur mörkum og juku síðan smátt og smátt muninn og náðu mest fimm marka forystu 11:5.

Stjörnumenn léku mjög góða vörn lengst af í seinni hálfleik og máttu ungir KR piltar sín lítils í sóknaraðgerðum sínum. Mestur var munurinn um miðjan seinni hálfleikinn 20:13. KR-ingum tókst að minnka muninn í 20:17, en lengra hleyptu Stjörnumenn þeim ekki og bættu við fyrir leikslok, lokatölur eins og fyrr greindi, 23:18, fyrir Stjörnuna.

Patrekur Jóhannesson var bestur í liði Stjörnunnar, Magnús Sigurðsson átti góða spretti og þá var Skúli Gunnsteinsson traustur að vanda. Páll Beck var bestur í liði KR og Hilmar Þórlindsson tók sig á í seinni hálfleik eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í þeim fyrri.

Morgunblaðið/Bjarni

Konráð Olavson gerir eitt fjögurra marka sinna í gærkvöldi.

Ívar

Benediktsson

skrifar