AÐALFUNDUR félagsins Ísland-Palestína 1994 skorar á ríkisstjórn Íslands að krefjast þess að Ísraelsstjórn virði ákvæði IV.

AÐALFUNDUR félagsins Ísland-Palestína 1994 skorar á ríkisstjórn Íslands að krefjast þess að Ísraelsstjórn virði ákvæði IV. Genfarsáttmálans á herteknu svæðunum, leysi alla pólitíska fanga úr haldi án tafar og leggi fram tímasetta áætlun um brottför ísraelskra hersveita og landnema frá öllum herteknu svæðunum í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna.