ÖNNUR kvikmyndin af þremur, sem sýndar eru nú í febrúar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í myndaflokknum "Shakespeare" á rússnesku er Óþelló. Myndin, sem gerð var eftir samnefndu leikriti á árinu 1956, verður sýnd sunnudaginn 13. febrúar kl. 16.

ÖNNUR kvikmyndin af þremur, sem sýndar eru nú í febrúar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í myndaflokknum "Shakespeare" á rússnesku er Óþelló. Myndin, sem gerð var eftir samnefndu leikriti á árinu 1956, verður sýnd sunnudaginn 13. febrúar kl. 16. Leikstjóri er Sergej Jútkevítsj. Tónlistin er eftir armenska tónskáldið Aram Khatsatúrjan. Með titilhlutverkið fer Sergej Bondartsjúk, A. Popov leikur Jagó og Írina Skobtsjeva leikur Desdemónu. Kvikmyndin hlaut mikið lof á sínum tíma og Bondartsjúk hreppti verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir túlkun sína á hlutverki Márans í Feneyjum.

Myndin er sýnd í bíósalnum, Vatnsstíg 10, án þýddra texta, en sýningargestir fá í hendur efnisútdrátt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.