Hvað getur ITC gert fyrir Þig? Jónu S. Gísladóttur: ÞVÍ ER auðvelt að svara. Það getur kennt þér að hlusta á aðra, skipuleggja betur það sem þú ert að gera, kennt þér að flytja mál þitt án málalenginga, og ekki hvað síst að losa um hömlur.

Hvað getur ITC gert fyrir Þig? Jónu S. Gísladóttur:

ÞVÍ ER auðvelt að svara. Það getur kennt þér að hlusta á aðra, skipuleggja betur það sem þú ert að gera, kennt þér að flytja mál þitt án málalenginga, og ekki hvað síst að losa um hömlur.

Ef þú átt erfitt með að tjá þig, og skelfur eins og asparlauf við það eitt að nefna nafnið þitt, er tilvalið að ganga í ITC. Eftir nokkurn tíma getur þú staðið upp og flutt mál þitt án erfiðleika.

Komdu sem gestur á fund hjá ITC og kynntu þér starfsemina. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum. ITC er opið öllum, bæði konum og körlum. Og að koma sem gestur kostar ekkert.

Ef þú býrð yfir duldum hæfileikum, kemst þú að því hjá ITC.

Ég gekk í félagið 1991 og ég hef svo sannarlega ekki séð eftir því.

Ég skipulegg það sem ég skemmti mér við,

skil betur lífið, athygli nota.

Vanmætti og feimni legg ekki lið,

lífið er fyllra, ég áfram mér pota.

JÓNA S. GÍSLADÓTTIR

Arnartanga 63, Mosfellsbæ,

ITC-deildinni Korpu.