Greiðslumiðlun Kreditkort ætlar að auka lánveitingar GREIÐSLUDREIFING sem Kreditkort hf. var frumkvöðull að fyrir þremur árum er sífellt meira notuð. Á síðasta ári var gefið leyfi fyrir 20 þúsundustu greiðsludreifingunni frá upphafi hjá Kreditkorti.

Greiðslumiðlun Kreditkort ætlar að auka lánveitingar

GREIÐSLUDREIFING sem Kreditkort hf. var frumkvöðull að fyrir þremur árum er sífellt meira notuð. Á síðasta ári var gefið leyfi fyrir 20 þúsundustu greiðsludreifingunni frá upphafi hjá Kreditkorti. Sú reynsla sem fengin er þykir gefa félaginu forsendur til að auka lánveitingarnar og styrkja með því tekjuöflun félagsins þegar debetkortin byrja að höggva í veltutölur kreditkortanna, að sögn Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins.

Tryggvi sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndir um að auka lánveitingar væru ennþá í mótum hjá fyrirtækinu. "Þetta felur í sér að kreditkortin verði að raunverulegum lánskortum eins og þekkist erlendis. Þar eru megintekjur af kortunum fengnar í gegnum vaxtamun af lánveitingum fremur en af árgjöldum, færslugjöldum o.þ.h.

Greiðsludreifingin er mest notuð eftir jól, páska og sumarleyfi en einnig hefur orðið vart við aukna eftirspurn í mars í kjölfar janúarútsala.