Hlutabréf Hampiðjan lífgaði upp á viðskiptin SKRÁÐ viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands og OTM vikuna 2.-8. febrúar námu samtals um 5,4 milljónum króna. Þar bar hæst viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni sl. föstudag að fjárhæð 3,1 milljón...

Hlutabréf Hampiðjan lífgaði upp á viðskiptin

SKRÁÐ viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands og OTM vikuna 2.-8. febrúar námu samtals um 5,4 milljónum króna. Þar bar hæst viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni sl. föstudag að fjárhæð 3,1 milljón króna á genginu 1,30.

Í vikunni áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í níu hlutafélögum. Helstu viðskipti auk þeirra með Hampiðjubréfin áttu sér stað með hlutabréf í Eimskip að fjárhæð tæplega níu hundruð þúsund á genginu 4,10. Önnur viðskipti voru mun minni og gengi hlutabréfa stóð almennt í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Sjóvá-Almennum lækkaði um 17%, úr 5,65 í 4,70, í viðskiptum sem námu 230 þúsund krónum.