Vegaskattur Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að flutningabílstjórar verði að greiða allt að 2,500 mörk (um 100,000 kr.) á bifreið á ári frá 1995 að telja fyrir afnot af hraðbrautum landsins.

Vegaskattur Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að flutningabílstjórar verði að greiða allt að 2,500 mörk (um 100,000 kr.) á bifreið á ári frá 1995 að telja fyrir afnot af hraðbrautum landsins. Sheraton eflist Bandarísku hótelkeðjunni Sheraton tókst með tilboði á elleftu stundu að hreppa Ciga hótelin, lúxushótelakeðju í eigu Aga Kahns sem mikill ljómi stafar af en er gífurlega skuldug. Bankar og helstu kröfuhafar hafa í heilt ár reynt að bjarga hótelkeðjunni.

Olíuríkjafundur

Nú eru litlar líkur taldar á að Nígeríu takist að fá flýtt fundi samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC með það fyrir augum að freista þess að knýja fram olíuverðshækkun með sameiginleguátaki. Fundur OPEC er fyrirhugaður 25. mars nk. og jafnvel þá eru taldar litlar líkur á að olíuframleiðsluríkin geti komið sér saman um að draga úr olíuvinnslu til að hækka verðið.