Tímarit Efnislykill að íslenskum tímaritum lítur nú dagsins ljós í fyrsta sinn og hefur fengið nafnið Íslenskur tímaritalykill. Í þessu fyrsta tilraunahefti eru efnistekin 120 íslensk tímarit útgefin á árinu 1991.

Tímarit Efnislykill að íslenskum tímaritum lítur nú dagsins ljós í fyrsta sinn og hefur fengið nafnið Íslenskur tímaritalykill. Í þessu fyrsta tilraunahefti eru efnistekin

120 íslensk tímarit útgefin á árinu 1991. Ritstjóri verksins er Ásgerður Kjartansdóttir lektor, en lyklunin unnin að mestu leyti af Rögnu G. Ragnarsdóttur bókasafnsfræðingi. Í kynningu segir: "Með útgáfu þessari er brotið blað í aðgengi að íslenskri þekkingu. Efni allra helstu tímarita opnast þeim sem vilja afla sér þekkingar úr þeim mikilvægu miðlum sem tímaritin eru. Nú þegar er hafin lyklun á tímaritum áranna 1992 og 1993 og ef þessi tilraunaútgáfa gengur vel er þess vænst að næstu hefti komi út í maí 1994."

Það er fyrirtækið Lindin hf., útgáfa og dreifing, sem gefur út Íslenskan tímaritalykil með aðstoð frá íslenskum tímaritaútgefendum og Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar. Íslenskur tímaritalykill 1991 kostar 2.500 krónur.