GUÐJÓN SVEINSSON Í djúpskóginum Hvítt frostið hefur fryst hjarta mitt er dreymir gullblóm heit augu í rakamettum skógi djúpanna þar drjúpa perlur af laufum sumardaganna vín aftanroðans vermir sálir dýrkenda fegurðarinnar bogalínur brjósta er tíminn hefur...

GUÐJÓN SVEINSSON Í djúpskóginum Hvítt frostið hefur fryst hjarta mitt er dreymir gullblóm heit augu í rakamettum skógi djúpanna þar drjúpa perlur af laufum sumardaganna vín aftanroðans vermir sálir dýrkenda fegurðarinnar

bogalínur brjósta

er tíminn

hefur hægt sogið

úr stinnleika

hvítt frost

í hjarta mér

andvana minningar

reika eyðihjarn

tilverunnar.

Höfundur býr á Breiðdalsvík.