Athugasemd frá Silfurtúni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðrik R. Jónssyni forstjóra Silfurtúns hf. í kjölfar athugasemdar frá Félagi íslenskra hugvitsmanna sem birtist í gær, föstudag vegna fréttar blaðsins um Silfurtún fyrr í...

Athugasemd frá Silfurtúni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðrik R. Jónssyni forstjóra Silfurtúns hf. í kjölfar athugasemdar frá Félagi íslenskra hugvitsmanna sem birtist í gær, föstudag vegna fréttar blaðsins um Silfurtún fyrr í vikunni.

"Það er ekki ætlun mín að svara einstökum atriðum í umfjöllun Gests Gunnarssonar um fyrirtækið Silfurtún hf. og starfsmenn þess. Ég vil aðeins benda á að hugmyndin að vélbúnaði Silfurtúns er alfarið mín en eins og hjá samskonar fyrirtækjum eru fjölmargir tæknimenn svo sem járniðnaðarmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar sem útfæra hugmyndirnar. Fyrirtækið hefur kappkostað í gegnum árin að nýta allar góðar hugmyndir og reynt að búa til frjótt umhverfi fyrir stgarfsmenn. Sérstakir fundir eru haldnir reglulega um endurbætur, þróun og nýjar hugmyndir sem gætu bætt samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Það að Gestur eigni sér alla hönnun og þróun er hreinasta firra.

Gestur hefur víða reynt að trufla framgang fyrirtækisins og m.a. bréflega tilkynnt lánastofnun um vanhæfni starfsmanna Silfurtúns. Mál þetta er annars í höndum lögfræðings fyrirtækisins.

Virðingarfyllst, Friðrik R. Jónsson."