Brids 57,7BRIDS Páll EPá Suður og yfirfærslu norðurs, sýnist óhjákvæmilegt að NS fái að spila tvö hjörtu. Sú varð líka raunin á flestum borðum.

Brids 57,7BRIDS

Páll

EPá

Suður

og yfirfærslu norðurs, sýnist óhjákvæmilegt að NS fái að spila tvö hjörtu. Sú varð líka raunin á flestum borðum. Margir sagnhafar fengu níu slagi, sem gaf NS góð skor, en Ásgrímur Sigurbjörnsson fékk tíu slagi og enn betri skor. Þetta var spil nr. 18 í tvímenningi Bridshátíðar.

Austur gefur; NS á hættu.

G97

ÁG1065

G102

98

ÁD83

D2

D984

D75

1062

K94

Á653

1062

K54

873

K7

ÁKG43

- - Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass

Útspil: Tígulátta.

Vestur er í raun endaspilaður í fyrsta slag. Eina útspilið sem ekkert kostar er hjarta, en það eru fáir spilarar sem hafa hugmyndaflug til að koma út frá Dx í trompi. Og tígull lítur út fyrir að vera skynsamlegt útspil.

Austur tók á ásinn og spilaði tígli um hæl á kóng Ásgríms. Hann spilaði trompi á tíu og kóng, og austur þráaðist við í tígli. Ásgrímur trompaði, spilaði trompi á tíuna og tók hjartaás. Hann spilaði síðan laufi á gosa og drottningu og þegar vestur spilaði síðasta tíglinum trompaði Ásgrímur í borði, tók laufin og henti niður þremur spöðum úr borðinu.

Í tvímenningi er mikilvægt að komast inn í sagnir á spil AV. Svo vill til að tveir spaðar og þrír tíglar fara aðeins einn niður, sem er prýðilegur árangur utan hættu. En hvernig eiga AV að bera sig að? Einn möguleiki og ekki hættulaus, er að vestur dobli tvö hjörtu suðurs. Hann á skiptinguna til að berjast. Hættan felst auðvitað í því að norður eigi varnarstyrk til að dobla allar sagnir AV, enda hefur hann ekki takmarkað styrk sinn. Hin leiðin inn í sagnir er að austur úttektardobli í bakhöndinni. Í augum flestra spilara skortir hins vegar mikið á, bæði í skiptingu og puktum, að austur eigi erindi inn í sagnir. Einn eða tveir spilarar létu þó doblið eftir sér og fengu vænan plús fyrir að fara einn niður í tveimur spöðum.