FJÖLSKYLDA Fimm ættliðir ið birtum fyrir skömmu mynd af fimm ættliðum, þar sem sá elsti var karlmaður, en það töldum við frekar sjaldgæft. Nú hefur borist önnur mynd sams konar.

FJÖLSKYLDA Fimm ættliðir ið birtum fyrir skömmu mynd af fimm ættliðum, þar sem sá elsti var karlmaður, en það töldum við frekar sjaldgæft. Nú hefur borist önnur mynd sams konar. Elstur er Úlfar Karlsson 98 ára skósmiður og verslunarmaður frá Seyðisfirði, en hann dvelst nú á Elliheimilinu Grund. Sonur hans er Steindór málmiðnaðarmaður, sem starfar nú sem skrifstofumaður. Dóttir hans er Oddfríður fóstra í Hafnarfirði og dóttir hennar er Hulda Þórarinsdóttir húsmóðir. Yngsti afkomandinn er Úlfar Breki Gunnarsson rétt rúmlega tveggja mánaða.

Ættliðirnir fimm. F.v. Úlfar Karlsson, Steindór Úlfarsson, Oddfríður Steindórsdóttir og Hulda Þórarinsdóttir sem heldur á syni sínum Úlfari Breka Gunnarssyni.