ÖSKUDAGUR Nú gaman, gaman er... skudagur er uppáhaldsdagur margra barna út um allt land, því þá gefst tækifæri til að klæða sig í furðuföt, auk þess sem alltaf fylgir einhver spenna að festa öskupoka á saklausa vegfarendur.

ÖSKUDAGUR Nú gaman, gaman er... skudagur er uppáhaldsdagur margra barna út um allt land, því þá gefst tækifæri til að klæða sig í furðuföt, auk þess sem alltaf fylgir einhver spenna að festa öskupoka á saklausa vegfarendur. Þá hefur færst í vöxt með árunum að börnin syngi fyrir fólk í verslunum og fyrirtækjum og uppskeri sælgæti fyrir. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins á öskudaginn á hinum ýmsu stöðum í borginni.

Morgunblaðið/Sverrir

Indíanar og kúrekar í sátt og samlyndi. Aron, Fjölnir, Stefán, Hjálmtýr og Róbert eru allir 5 ára og úr Vesturbænum.

Hlíðarbúarnir Bryndís og Silja, sem eru 11 ára höfðu brugðið sér á Laugaveginn, þar sem þær sungu fyrir afgreiðslufólk í verslunum.

Í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi var mikið stuð. Meðal annars var sleginn kötturinn úr tunnunni. Hér eru þær (f.v.) Helena Rún, Kristjana, Berglind, Guðlaug og Kristjana Erna.

Trúðurinn vinstra megin heitir Markús. Með honum er vinur hans Harald 12 ára úr Kópavogi. Þeir hófu ferð sína í fjölskyldugarðinum en ætluðu síðan í Kringluna.

Hrafnhildur og Þuríður eru 9 ára úr Kópavogi. Þær höfðu sungið fyrir afgreiðslufólk í skóbúð og matvörubúð og fengið sælgæti fyrir.