Fúlsað við lútfisknum Lillehammer. Reuter. BANDARÍSKUR blaðamaður bauð norskum embættismanni hálft tonn af þorski fyrir að leyfa sér að ná tali af Tonyu Harding, bandarísku skautadrottningunni umtöluðu.

Fúlsað við lútfisknum Lillehammer. Reuter.

BANDARÍSKUR blaðamaður bauð norskum embættismanni hálft tonn af þorski fyrir að leyfa sér að ná tali af Tonyu Harding, bandarísku skautadrottningunni umtöluðu.

"Ég er ekki til sölu," sagði Trond Rödsmön, sem starfar í ólympíuþorpinu Hamar þar sem Harding gistir ásamt keppinaut sínum, Nancy Kerrigan.

Rödsmön vildi ekki þiggja lútfisk fyrir að leyfa blaðamanninum að fara inn í þorpið. Lútfiskur er þurrkaður þorskur, sem er yfirleitt borinn fram með svínafitu, soðnum kartöflum og baunastöppu.

Sjá umfjöllun um ólympíuleikana á bls. 46-47.