Hæsta álverð í 18 mánuði Lundúnum. Reuter. ÁL HÆKKAÐI allmikið í verði á evrópskum mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn hátt í eitt og hálft ár.

Hæsta álverð í 18 mánuði Lundúnum. Reuter.

ÁL HÆKKAÐI allmikið í verði á evrópskum mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn hátt í eitt og hálft ár.

Ástæða verðhækkunarinnar er bjartsýni manna á að samkomulag helstu álframleiðsluríkja heims frá því í síðasta mánuði hafi tilætluð áhrif. Ríkin sömdu þá um að draga úr framleiðslunni til að minnka umframbirgðirnar af áli í heiminum, sem hafa stuðlað að lágu verði.

Þrjár evrópskar álbræðslur boðuðu í vikunni 93.000 tonna minni framleiðslu á ári og Rússar lögðu áherslu á að þeir myndu standa við sinn hluta samkomulagsins.

hækkar . . ." á bls. 18.