Reuter 250.000 manns á flótta í Súdan STJÓRNARHER Súdans hefur hafið stórsókn gegn Þjóðfrelsishernum, uppreisnarhreyfingu í suðurhluta landsins, og erlendir fréttamenn sem hafa komið þangað segja að flugvélum og sprengjuvörpum sé beitt gegn...

Reuter 250.000 manns á flótta í Súdan

STJÓRNARHER Súdans hefur hafið stórsókn gegn Þjóðfrelsishernum, uppreisnarhreyfingu í suðurhluta landsins, og erlendir fréttamenn sem hafa komið þangað segja að flugvélum og sprengjuvörpum sé beitt gegn uppreisnarmönnum og saklausu fólki. Talið er að 250.000 manns hafi flúið heimkynni sín skelfingu lostin vegna árásanna og flestir stefna til nágrannaríkisins Úganda. Myndin er af sveltandi mæðrum í bænum Bahr-olo á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.