Sigríður Dúna í UNESCOnefnd um málefni kvenna DR. SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands, hefur verið beðin um að taka sæti í nefnd til að endurskoða stefnu UNESCO í málefnum kvenna.

Sigríður Dúna í UNESCOnefnd um málefni kvenna

DR. SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands, hefur verið beðin um að taka sæti í nefnd til að endurskoða stefnu UNESCO í málefnum kvenna.

Það er Federico Mayor, framkvæmdastjóri Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem hefur boðið Sigríðu Dúnu að taka þátt í því að endurskoða hugmyndafræðilegar áherslur UNESCO í þessum málaflokki og gera tillögur um nýja framkvæmdaáætlun fyrir stofnunina. Ásamt Sigríði Dúnu eiga sæti í nefndinni Isabella Allende, Anees Jung, Axelle Kabou, Afaf Mahfouz og Anna Titkow.

Nefndin mun starfa undir forsæti framkvæmdastjórans og skila tillögum sínum fyrir Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Peking haustið 1995.