Íslandsbankamótið á Akureyri Hörkubarátta á öllum borðum Skák Bragi Kristjánsson ALÞJÓÐLEGT skákmót, Íslandsbankamótið, er þessa dagana haldið í húsakynnum Fiðlarans í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri.

Íslandsbankamótið á Akureyri Hörkubarátta á öllum borðum Skák Bragi Kristjánsson

ALÞJÓÐLEGT skákmót, Íslandsbankamótið, er þessa dagana haldið í húsakynnum Fiðlarans í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri. Skákfélag Akureyrar stendur fyrir mótinu með góðum stuðningi Íslandsbanka hf., bæjarstjórnar og ýmissa fyrirtækja í bænum. Þetta er í annað skiptið, sem alþjóðlegt skákmót er haldið á Akureyri, og að þessu sinni er mótið haldið til minningar um Ara Guðmundsson, fyrsta forseta Skáksambands Íslands.

Þátttakendur í mótinu eru tólf, þar af fimm eldri meistarar, stórmeistararnir Ivan Sokolov (Bosníu), Nick deFirmian (Bandaríkjunum) og Loek van Wely (Hollandi), og dönsku alþjóðameistararnir Henrik Danielsen og Klaus Berg. Íslensku þátttakendurnir eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson, alþjóðlegu meistararnir Björgvin Jónsson og Þröstur Þórhallsson og heimamennirnir Gylfi Þórhallsson og Ólafur Kristjánsson.

Taflmennskan í tveimur fyrstu umferðunum hefur verið mjög skemmtileg. Allar skákir eru tefldar til vinnings af mikilli hörku, enda hefur aðeins tveimur skákum lokið með friðarsamningum. Úrslitin hafa orðið eftirfarandi:

1. umferð:

Gylfi - Sokolov, 0­1; Danielsen - Berg, 1­0, Þröstur - van Wely 0­1; Björgvin ­ deFirmian 1­0; Helgi - Margeir 0­1, Jóhann - Ólafur 1­0.

2. umferð:

Gylfi - Danielsen 0­1; Sokolov - Ólafur 1­0; Berg Þröstur ; van Wely - Björgvin 1­0; deFirmian - Helgi ; Margeir - Jóhann 0­1.

Við skulum nú sjá mikla baráttuskák úr fyrstu umferð, þar sem Björgvin leggur deFirmian að velli í heiftarlegu tímahraki beggja.

Hvítt: Björgvin Jónsson. Svart: Nick deFirmian (Bandaríkjunum). Sikileyjar-vörn.

1. e4 ­ c5, 2. Rf3 ­ d6, 3. d4 ­ cxd4, 4. Rxd4 ­ Rf6, 5. Rc3 ­ a6, 6. Be3

(Þessi leikur hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Aðrir þekktir leikir í stöðunni eru 6. Bg5, 6. Be2, 6. Bc4 og 6. f4.)

6. - e5

(Svartur getur einnig leikið 6. ­ e6 í stöðunni, t.d. 7. f3 ­ b5, 8. g4 ­ h6, 9. Dd2 ­ Bb7, 10. h4 ­ b4, 11. Rce2 ­ d5, 12. e5 ­ Rfd7, 13. f4 ­ Rc5, 14. Bg2! ­ Rbd7, 15. 0-0 ­ Be7, 16. g5! ­ h5, 17. f5! ­ Rxe5, 18. Rf4! ­ Rc4, 19. De2 ­ Da5, 20. Kb1 ­ Rxg2!?, 21. fxe6!! ­ 0-0-0, 22. Kxb2 ­ Ra4+, 23. Kc1 ­ b3, 24. Rxb3! ­ ba3+, 25. Kb1 ­ Rc3+, 26. Ka1 ­ Da4, 27. Dd3 ­ Bb4, 28. Rc1 ­ Kb8, 29. Bd4! ­ Hc8, 30. Be5+! ­ Ka7, 31. De3+ ­ Hc5, 32. Hd3 ­ Dxc2, 33. Bxc3 ­ Bxc3+, 34. Hxc3 ­ Dxc3+, 35. Dxc3 ­ Hxc3, 36. exf7 ­ Hf8, 37. g6 og svartur gafst upp (Anand - Ftacnik, millisvæðamótinu í Biel 1993.)

7. Rb3 ­ Be6, 8. f3

(Önnur leið er hér 8. f4 ­ exf4, 9. Bxf4 ­ Rc6, 10. De2 ­ a5!, 11. 0­0­0!? ­ Bg4, 12. Db5 ­ Bxd1, 13. Dxb7 ­ Bg4!, 14. Bb5 ­ Bd7, 15. Bxc6 ­ Hc8!, 16. Rxa5 ­ Bxc6, 17. Rxc6 ­ Dd7!, 18. Ra5 ­ Hxc3!, 19. bxc3 ­ Dxb7, 20. Rxb7 ­ Rxe4, 21. He1 ­ d5, 22. Rd6+ ­ Bxd6, 23. Bxd6 ­ Kd7, 24. Bb4 ­ f5! með vandmetinni stöðu (Shírov - Gelfand, millisvæðamótinu í Biel 1993).)

8. ­ Be7, 9. Dd2 ­ Rbd7, 10. g4 ­ Rb6,

(Í skákinni Nunn - Sadler, London 1993, náði hvítur betra tafli eftir 10. ­ b5, 11. a4! ­ b4, 12. Rd5 ­ Bxd5, 13. exd5 ­ Dc7, 14. g5 ­ Rh5, 15. O-O-O ­ Rf4, 16. h4!? ­ h6, 17. Hg1 ­ hxg5, 18. hxg5 ­ Hh4, 19. Kb1 ­ Dd8, 20. Rd4! ­ exd4, 21. Bxf4 ­ Rb6, 22. Bg3! o.s.frv.)

11. 0­0­0 ­ 0­0, 12. Hg1 ­ Hc8, 13. g5 ­ Rfd7, 14. Rd5 ­ Rxd5, 15. exd5 ­ Bf5, 16. Bd3 ­ Bxd3, 17. Dxd3 ­ Rb6, 18. Rd2! ­ Dc7, 19. Bxb6 ­ Dxb6, 20. Re4 ­ f5, 21. exf6 ­ Bxf6

(Eftir síðustu leiki, sem hafa verið meira og minna þvingaðir, er komin upp spennandi staða. Hvítur hefur mjög góðan riddara á e4 og opna g-línu til sóknar. Svartur getur hins vegar lítið annað gert en að bíða átekta í vörninni og sækja að veiku peði hvíts á f3.)

22. Hg4 ­ Be7, 23. Hdg1 ­ Hf7, 24. a3

(Öryggisleikur, vegna þess að tímahrakið nálgast. Til greina kemur 24. h4 með h5­h6 í huga síðar.)

24. ­ Hcf8, 25. H1g3 ­ Dc7, 26. Dd2 ­ g6, 27. Dh6 ­ Hg7

(Auðvitað ekki 27. ­ Hxf3?, 28. Hxg6+ og svartur verður mát.)

28. h4 ­ Da5, 29. Rc3

(Riddarinn yfirgefur besta reitinn, e4, til þess að gegna því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir mátið á e1 og valda peðið á d5.)

29. ­ Hf6, 30. De3 ­ Hf5, 31. f4

(Hraustlega leikið í miklu tímahraki, en líklega hefði 31. Dd3 verið betri leikur.)

31. ­ Dd8, 32. fxe5!? ­ Bxh4, 33. exd6

(Eða 33. Hh3 ­ Bg5 o.s.frv.)

33. ­ Bxg3, 34. Dxg3

(Björgvin hefur varla nægar bætur fyrir skiptamuninn sem hann fórnaði. Von hans er bundin við frípeðin tvö á d-línunni, og í heiftarlegu tímahraki beggja teflenda tekst honum að villa Bandaríkjamanninum sýn.)

34. ­ Hgf7?

(Eftir 34. ­ Hf1+, 35. Kd2 ­ Df6! ætti hvítur erfitt um vik.)

35. Kb1 ­ Hf3

(Svartur hefði betur leikið 35. ­ Df6, því að nú lendir hann í vandræðum, sem hann getur ekki leyst í tímahrakinu.)

36. De5 ­ Df6, 37. De8+ ­ Hf8, 38. De6+ ­ Kg7

(Svartur má ekki fara í drottningarkaup, því að hann ræður ekki við tvö samstæð frípeð á sjöttu reitaröð.)

39. Rc4 ­ Df5, 40. d7

og svartur féll á tíma en hann gat lokið við leikinn 40. ­ Df7. Í því tilviki hefði hvítur átt unnið tafl eftir 41. Rd6! o.s.frv.

Í dag, laugardag, eru aðeins tefldar biðskákir, ef einhverjar eru, en á morgun verður 4. umferð tefld kl. 14­20 í húsakynnum Fiðlarans á 4. hæð í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri, og þá tefla: Gylfi - Björgvin; Danielsen - Þröstur; Berg - Helgi; van Wely - Jóhann; deFirmian - Ólafur; Sokolov - Margeir.