19. febrúar 1994 | Erlendar fréttir | 115 orð

Japanir sakaðir um að bera fé á smáþjóðir Boston. Frá Karli Blöndal,

Japanir sakaðir um að bera fé á smáþjóðir Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Umhverfisverndarsamtök beita nú auknum þrýstingi til að knýja fram tillögu um að hvalveiðar í ábataskyni verði bannaðar með öllu á Suðurheimskautinu.

Japanir sakaðir um að bera fé á smáþjóðir Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Umhverfisverndarsamtök beita nú auknum þrýstingi til að knýja fram tillögu um að hvalveiðar í ábataskyni verði bannaðar með öllu á Suðurheimskautinu. Í fyrradag sökuðu þrenn samtök Japana um að bera fé á ríki þriðja heimsins til að tryggja atkvæði þeirra gegn friðlýsingartillögunni.

Að sögn bandarísku fréttastofunnar AP vændu samtökin Greenpeace, International Fund for Animal Welfare og World Wide Fund for Nature Japana um að hafa þegar tryggt sér stuðning Salómonseyja, Grenada, Dominíku og St. Lúsíu með þróunarverkefnunum.

Japanskur sendifulltrúi í Sydney, Shigenobu Kato, sagði þessar ásakanir staðlausar og kvað ekkert samband milli japanskrar aðstoðar og atkvæða í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.