Kosið um ferðir flutningabifreiða Zürich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR ákveða nú um helgina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort banna eigi ferðir flutningabíla í gegnum landið.

Kosið um ferðir flutningabifreiða Zürich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.

SVISSLENDINGAR ákveða nú um helgina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort banna eigi ferðir flutningabíla í gegnum landið. Náttúruunnendur og íbúar kantónunnar Uri eru helstu stuðningsmenn tillögunnar en Gotthard-göngin í gegnum Alpana eru í Uri.

Tillagan felur í sér að vegakerfið í Ölpunum verði ekki aukið frekar og allar vörur verði fluttar með járnbrautarlestum í gegnum landið eftir tíu ár.

Ríkisstjórnin er á móti tillögunni. Hún telur Svisslendinga ekki geta sett boð og bönn um ferðir um landið eftir eigin geðþótta.

Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt.